Starfsumsókn
Við erum ávalt með augun opin fyrir réttum starfskrafti. Sendu okkur starfsumsókn og við sjáum hvort við finnum pláss fyrir þig.
Snillingar á Vélaverkstæði og smurstöð
Vélaverkstæði Þóris ehf er að leita að öflugum og ábyrgum starfsmönnum til að styrkja okkar lið. Á vélaverkstæðinu starfa um 25 starfsmenn í ýmsum verkefnum.
Hjá Vélaverkstæði Þóris bjóðast verkefni á sviði viðgerða og þjónustu á landbúnaðartækjum, vinnuvélum og vörubílum ásamt vinnu á smurstöð. Við erum í frábærri aðstöðu að Austurvegi 69 á Selfossi en viðskipavinir okkar eru um allt land
Helstu verkefni og ábyrgð
- Reynsla og áhugi af vélaviðgerðum er grundvallaratriði.
- Viðgerðir á tækjum og tólum ýmisskonar
- Þjónustuskoðanir og smurning
- Einföld járnsmíði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun við hæfi er kostur, en reynsla og færni skipta einnig miklu máli.
- Vélvirki, Vélstjóri, bifvélavirki ofl því tengt
- Frumkvæði, drifkraftur og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæð þjónustulund.
Við bjóðum:
- Vinnutími alla virka daga frá 8:00 – 16:10 ( lengur ef þú villt )
- Vinna í spennandi umhverfi þar sem þú getur nýtt þína hæfileika.
- Gott og stöðugt starfsumhverfi með teymi sem leggur mikla áherslu á samstarf.
- Samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði.
Ef þú getur hafið störf fljótlega og hefur áhuga á að vera hluti af okkar öfluga teymi, þá sendu okkur umsókn! Allar umsóknir verða meðhöndlaðar með trúnaði.
.
