Vélaverkstæði Þóris sinnir viðgerðum og viðhaldi á vélum frá öllum helstu framleiðendum, allt frá sláttuvélum upp í kranabíla. Verkstæðið er vel útbúið og starfsfólk okkar hefur mikla reynslu af fjölbreyttum verkefnum, hvort sem um er að ræða landbúnaðartæki, vinnuvélar eða sérhæfðan iðnaðarbúnað.