Samhliða rekstri verkstæðisins rekur Vélaverkstæði Þóris verslun sem sérhæfir sig í vörum fyrir járnsmíði, viðgerðir og rafsuðu. Í versluninni má meðal annars finna breitt úrval af rafsuðuvírum, slípivörum, legum og ýmsum öðrum nauðsynjavörum fyrir járnsmíðavinnu og vélaviðgerðir. Einnig bjóðum við upp á fjölbreytt úrval gasvara og búnaðar tengdum rafsuðu.
Vélaverkstæði Þóris er umboðsaðili fyrir Linde Gas á Suðurlandi og fáum við gassendingar frá þeim vikulega. Með reglulegum innflutningi tryggjum við að viðskiptavinir geti alltaf treyst á aðgengi að helstu tegundum gastegunda og tengdum búnaði.